Nærri fimmtungur pottsins kominn að landi

Deila:

Nærri lætur að strandveiðiflotinn hafi dregið fimmtung úthlutaðs aflamarks að landi, núna þegar sex strandveiðidagar eru að baki. Sjöundi dagur strandveiða er í dag. Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Hlutfallið af þorski sem búið er að veiða er 18 prósent.

656 leyfi til strandveiða hafa verið gefin út. Helmingur þeirra er á A-svæði. Af þeim bátum hafa 596 landað afla.

Fram kemur í gögnunum að afli á hvern róður á svæði A, 827 kíló. Á svæði B er hann minnstur eða 638 kíló. Á C-svæði er aflinn 715 kg en á D-svæði 860 kg. Þar er stórt hluti aflans ufsi.

280 tonn komu að landi í gær, miðvikudag en aflinn hefur vaxið dag frá degi.

Meðalverð á mörkuðum hefur verið gott. Meðalverðið er 439 krónur fyrstu sex daga vertíðarinnar, en var 376 krónur í fyrra.

Deila: