Afturköllun leyfis til hvalveiða geti þýtt bætur

Deila:

Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Þetta kemur fram í frétt á Vísi.

Spjótin hafa beinst að Hval og ráðherra eftir úttekt MAST sem sýndi fram á að stóran hluti þeirra hvala sem Hvalur hf. hefur veitt þarf að skjóta oftar en einu sinni. Hvalirnir þurfa því stundum að þola dauðastríð klukkustundum saman.

Leyf Hvals hf. til hvalveiða gildir út þetta ár. Svandís hefur sagt að skýrsla MAST gefi tilefni til að skoða hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. Hún hafi ekki vald til að afturkalla það.

Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. Í svari við fyrirspurn Vísis segir að ákvörðun um sviptingu leyfis til hvalveiða væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem yrði að eiga sér skýra stoð í lögum. Sú lagaheimild sé ekki fyrir hendi.

Sjá nánar hér.

Deila: