Gífurlegar breytingar hafa átt sér stað

Deila:

Jón Gunnar Sigurjónsson lét af störfum yfirverkstjóra í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um síðustu áramót.  Á vef Síldarvinnslunnar er Jón Gunnar tekinn tali. Þar segir að hann hafi starfað hjá fyrirtækinu í 28 ár. Jón Gunnar er fæddur og uppalinn Norðfirðingur, kvæntur Huldu Gísladóttur frá Seldal og eiga þau þrjú börn. Börnin eru Sigurjón Gísli, ráðgjafi í Kópavogi, Páll, sölustjóri hjá Norðanfiski í Reykjavík og Guðbjörg, lyfjafræðingur í Neskaupstað. Heimasíðan tók Jón Gunnar nýlega tali.

-Hvenær hófst þú störf hjá Síldarvinnslunni?

„Ég hóf störf hjá Síldarvinnslunni árið 1994. Áður starfaði ég hjá Gylfa Gunnarssyni eða Mána og hjá því fyrirtæki var ýmsu sinnt. Fyrirtækið framleiddi til dæmis steypu en rak einnig síldarsöltunarstöð og laxeldi um tíma. Það var Máni sem keypti fyrstu síldarflökunarvélina sem kom á Austfirði og það var hjá Mána sem menn byrjuðu að framleiða síldarbita sem síðar urðu þekktir undir heitinu Þróttarsíld og síðar Jólasíld. Þessir síldarbitar hafa verið framleiddir hjá Síldarvinnslunni lengi og notið sívaxandi vinsælda. Þegar starfinu hjá Mána lauk starfaði ég um tíma hjá Magna Kristjánssyni og var rekstrarstjóri Tröllanausts. Þaðan fór ég til Ríkismats sjávarafurða og var þar í nokkur ár. Þá starfaði ég hjá fyrirtækinu Norðsjó hf. sem annaðist ígulkeravinnslu í Neskaupstað og að því ævintýri loknu lá leiðin til Síldarvinnslunnar,“ er haft eftir Jóni. Viðtalið í heild má lesa hér.

Deila: