Umsögn um tvöföldun Arctic Sea Farm
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 14. ágúst var tekin fyrir beiðni Matvælastofnunar um umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar Arctic Sea Farm (Dýrfiskur) í Dýrafirði. Fyrirtækið hefur sótt um tvöföldun rekstrarleyfis, úr 2.000 tonnum í 4.000 tonn af laxi eða regnbogasilungi.
Í bréfi Matvælastofnunar kemur fram að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Í júlí 2015 úrskurðaði Skipulagsstofnun að aukið eldi í Dýrafirði hjá Arctic Sea Farm væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum, Landsamband veiðifélaga kærði þá ákvörðun en Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála staðfesti ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Mynd og texti af bb.is