22% samdráttur í verðmæti útfluttra sjávarafurða

Deila:

Sjávarafurðir voru 38,0% alls vöruútflutnings á fyrri helmingi ársins og var verðmæti þeirra 21,9% lægra en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur var í útflutningi á ferskum fiski og frystum flökum. Gengi krónunnar ræður líklega mestu um þennan samdrátt.

Á fyrri helmingi ársins 2017 var verðmæti vöruútflutnings 30,5 milljörðum króna lægra, eða 11,1%, á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 55,2% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,1% lægra en á sama tíma árið áður. Útflutningur á lyfjum og lækningatækjum dróst saman en útflutningur á áli jókst samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands.

Deila: