Opið fyrir umsóknir um makrílveiðileyfi

Deila:

Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um makrílveiðileyfi í UGGA   og geta allir sem hafa úthlutun í makríl sótt um veiðileyfi þar.

Sú breyting hefur orðið á reglugerð um makríl að nú eru veiðileyfi ekki takmörkuð við skip með úthlutun og því geta öll skip sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni sótt um leyfi.

Umsóknir um veiðileyfi fyrir skip sem ekki hafa úthlutun skulu berast á netfangið makrill@fiskistofa.is.

Sækja um makrílveiðileyfi – skip án úthlutunar

 

 

Deila: