Skaginn3X sýnir RoteX í Brussel

Deila:

Skaginn 3x vinnur stöðugt að hönnun og framleiðslu nýrra lausna til að bæta gæði framleiðslunnar án þess að fórna hinu staðfasta markmiði að framleiðslan sé umhverfisvæn. Hið nýja og endurbætta RoteX uppþýðingar kerfi verður nú til sýnis á sjávarafurða- og tækjasýningunni Seafood Expo Global í Brussel í Belgíu.

RoteX uppþýðingarkerfið er byggt á fyrri tækniþróun sem leiðir til enn betri uppþýðingar og fæðuöryggis.

Helstu þættir kerfisins eru:

Tveggja þrepa uppþýðing. Tilraunir hafa sýnt að fiskurinn kemur best út í vinnslunni þegar hitastig í honum er -1°C. Uppþýðing og hitajöfnun í aðskildum þrepum tryggir mikla framleiðslunýtingu og leiðir til lengra „hillulífs“ á mörkuðum fyrir uppþýddar afurðir.
CIP- – hreinsun á staðnum: Samþætt hreinsikerfi er byggt inn í tækið með sjálfvirkri hreinsun allra leiðslna og lagna í RoteX kerfinu. Þannig er komið í veg fyrir krossmengun.

Uppþýðing og undirkæling í einu: Hægt er að nota sama RoteX tankinn bæði fyrir uppþýðingu og undirkælingu til að mæta betur árstíðabundinni eftirspurn og kröfum um hámarks möguleika í framleiðslu hvort sem er fyrir uppþýddar afurðir eða ferskar.
Skaginn 3X sýnir RoteX uppþýðingarkerfið á bát 4-6127 á Seafood Expo Global

Deila: