Ýsan í vexti á Færeyjabanka

Deila:

Ýsan sækir nú í sig veðrið á Færeyjabanka, en lítið er þar um þorsk. Þetta eru megin niðurstöður rannsóknarleiðangurs færeyska rannsóknarskipsins Magnúsar Heinasonar á svæðið fyrr í mánuðinum.

Mikið fékkst af ýsu eða eins og áður var venjulegt, þegar stofninn stóð vel. Töluvert var af smárri ýsu sem bendir til vaxandi nýliðunar. Samtals fékkst tvöfalt meira af ýsu en í leiðangri síðasta árs.

Einnig varð vart við nokkuð af smáum þorski, en samt er mun minna af þorski þar en verið hefur í betri árum. Það kemur nokkuð á óvart því því ýsa og þorski fylgjast oftast að í vexti og viðgangi.

Lítið fékkst af ufsa. Magainnihald í fiskinum var mest af stóru sandsíli en lítið af krabbadýrum.

 

Deila: