Leggja til rækjuveiðar í Djúpinu
Hafrannsóknastofnun ráðleggur nú veiðar á 322 tonnum af rækju í Ísafjarðardjúpi fiskveiðiárið 2017/2018. Áður hafði stofnunin lagt til að engar veiðar á rækju yrðu stundaðar í Djúpinu.
Stofnunin kannaði í samvinnu við heimamenn ástand rækju í Ísafjarðardjúpi í febrúar sl. Veiðistofnsvísitala rækju mældist hærri en í nóvember og var yfir varúðarmörkum.
Samkvæmt stofnmælingu haustið 2017 mældist rækjustofninn í Ísafjarðardjúpi undir skilgreindum varúðarmörkum. Vísitala veiðihlutfalls hefur lækkað eftir aldamót og var hæst 0.7 árið 2012. Samkvæmt stofnmælingu í febrúar 2018 mældist rækjustofninn yfir skilgreindum varúðarmörkum.