DNA getur varðveist í milljón ár í hafís

Deila:

Á tímum þar sem spáð er að hraði loftslagsbreytinga verði mestur á heimskautasvæðunum og líklegt er að innan fárra áratuga verði norðurpóllinn ekki hulinn hafís yfir sumartímann, er mikilvægt að rekja útbreiðslu hafíss og greina aðra umhverfisþætti sem einkenna breytingar á vistkerfi sjávar. Mikið af þekkingu okkar á breytileika hafíss fyrri alda kemur frá steingervingum svifþörunga og lífefnafræðilegum sporum sem notuð eru sem fortíðar vísar (paleo-proxies). Nýjar rannsóknaraðferðir sem byggja á fornu DNA í seti sýna að DNA getur varðveist í allt að milljón ár og mun Sara fjalla um hvernig hægt er að nýta DNA frá hafísþörungunum Polarella glacialis (skoruþörungur) og Haslea spicula (kísilþörungur) sem fortíðar vísa fyrir hafís.

Svona hljóðar lýsing á erindi Söru Harðardóttur þörungafræðings hjá Hafró, sem flytja mun erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar í hádeignu á morgun, fimmtudag.

Sara hóf störf sem svifþörungafræðingur hjá Hafró haustið 2022 en hefur í um áratug unnið að rannsóknum á plöntu- og dýrasvifi á norðurhveli jarðar.

Nánar má lesa um erindið hér.

Deila: