77% samdráttur á afla í marsmánuði

Deila:

Landaður afli í mars var rúmlega 60 þúsund tonn sem er 77% minna en í mars 2023. Samdráttur varð í veiðum á nær öllum fisktegundum. Mest munar þó um að engin loðna veiddist í mars þetta árið en hún var meginuppistaða af heildaraflanum í mars í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Heildarafli á tólf mánaða tímabilinu frá apríl 2023 til mars 2024 var tæplega 1,1 milljón tonn sem er 26% minna en aflinn á sama tólf mánaða tímabili ári fyrr. Helsta ástæðan fyrir þessum samdrætti var engin loðnuveiði.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Deila: