Búið að veiða 70% af þorski í krókaaflamarki

Deila:

Fyrstu sjö mánuði fiskveiðiársins voru um 70% aflaheimilda í þorski á veiddar innan krókaaflamarks. Þetta kemur fram í frétt á vef LS. Það er svipað en á sama tímabilií fyrra en mun meira en árin þar á undan. Óveidd eru rúm 61 þúsund tonn af þorski fyrir þá fimm mánuði sem eftir eru af árinu.

Ýsan hefur ekki gefist eins vel og undanfarin ár, aðeins er búið að veiða 64% rúm í ýsu, samaanborið við yfir sjötu prósent síðustu ár.

Enn verr gengur að sækja ufsa en undanfarin ár. Búið er að veiða tæp 28% í ufsa, samanborið við rúmlega 30% á sama tímabili undanfarin ár. LS bendir á að óskiljanlegt sé að í drögum að frumvarpi til laga um sjávarútveg sem matvælaráðherra lagði fram í Samráðsgátt skuli vera kveðið á um að ufsi skuli að fullu teljast til „skammtsins“ við strandveiðar.

Deila: