Portúgalskur fiskréttur

Deila:

Mikið af íslenskum fiski endar á matardiskum Portúgala, reyndar er mest af því saltfiskur. Nú leituðum við til Portúgal eftir uppskrift og fundum þessa fínu uppskrift fyrir tvo. Lítið mál er að stækka uppskriftina, til dæmis tvöfalda. Þetta er hollur og góður réttur og verði ykkur að góðu.

Innihald:

Tveir léttsaltaðir bitar úr þorskflaki, um 120g hvor, roð- og beinlausir

150g af kræklingi úr dós

60g rækja

2 msk. matarolía

1 laukur, fínt sneiddur

250g litlar kartöflur, skornar í bita

1 stór rauð paprika, fræhreinsuð og söxuð

1 eggaldin, um 200g skorið í þykkar sneiðar

2 stórir tómatar, saxaðir

2 stórir hvítlauksgeirar, fínt saxaðir

1 msk. eplaedik, má sleppa

1 teningur grænmetiskraftur

Góð handfylli af steinseljum söxuð

Aðferð:

Hitið olíu á stórri pönnu og steikið lauk og kartöflur í um 5 mínútur, eða þar til það fer að mýkjast. Bætið þá papriku, eggaldini, tómötum og hvítlauk út á og hrærið edikið út í, ef það er notað. Leysið grænmetisteninginn upp í 200ml af heitu vatni og hellið út á pönnuna. Látið suðuna koma upp og látið krauma undir loki í 25 mínútur.
Bætið þá þorskbitunum út á pönnuna og látið malla undir loki í 5 mínútur. Bætið þá kræklingi og rækju út á og látið malla í 2-3 mínútur til viðbótar.

Stráið steinseljunni yfir og berið fram með salati og brauði að eigin vali.

 

Deila: