Gullver landaði í tvígang

Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 71 tonni á Seyðisfirði sl. mánudag og aftur 55 tonnum í morgun. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Afli var aðallega þorskur í báðum túrum.

Fram kemur að Þórhallur Jónsson hafi  verið skipstjóri í fyrri túrnum en Steinþór Hálfdanarson í þeim síðari.

„Þetta var örstuttur túr hjá okkur eða rúmlega tveir sólarhringar. Það aflaðist alveg þolanlega, þetta var ágætis nudd og fiskurinn sem fékkst var góður. Við vorum bara að veiðum hér í Seyðisfjarðardýpinu, í kálgarðinum heima. Gert er ráð fyrir að farið verði út á ný síðdegis á morgun en þá ætti brælan sem nú er vera farin að ganga niður. Ég held að verði fínt veður á laugardag,“ er haft eftir Steinþóri um túrinn.

Deila: