Samkomulag um makríl

Deila:

Strandríkin Ísland, Grænland, Færeyjar, Bretland, Noregur auk Evrópusambandsins hafa náð saman um að úthlutun veiðiheimilda í makríl verði rúmlega 379 þúsund tonn árið 2024. Um er að ræða 5% samdrátt frá síðustu vertíð.

Þetta kemur fram á vef norska stjórnarráðsins. Samkomulag þessa efnis er ekki nýtt af nálinni. Ríkin hafa ekki, frekar en undanfarin ár, náð samkomulagi um skiptingu aflans. Ríkin úthluta aflaheimildum til síns flota, byggt á því magni sem þau telja sig eiga tilkall til.

Deila: