Vilja ná 55% samdrætti í losun fyrir 2030

Deila:

„Við verðum að passa okkur á því að detta ekki í skyndilausnir, núna reynir á að við tökum réttar ákvarðanir. Við teljum að það sé hægt. Við höfum átt í góðu samtali við stjórnvöld um það hvað við teljum fýsilegt að gera og hvað er raunhæft að gera – þannig að okkur takist fyrir 2030 að ná 55% samdrætti í kolefnislosun.“

Þetta sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS í niðurlagi fundar um nýja umhverfisskýrslu SFS 2024Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi. Skýrslan var kynnt á fjölsóttum fundi á Grand Hótel þar sem boðið var upp á fróðleg erindi um umhverfis- og orkumál í sjávarútvegi.

Upptöku frá fundinum má sjá hérna að neðan.

Deila: