Skorar á ráðherra að snúa við ákvörðun sinni

Deila:

„Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva hvalveiðar án fyrirvara er óskiljanleg og óverjandi. Í ákvörðuninni felst jafnframt ólíðandi framkoma við afkomu fólks og fyrirtækja.” Þetta kemur fram í pistli Guðmundar Helga Þórarinssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Í pistlinum er skorað á ráðherra að hverfa frá ákvörðuninni.

„Hvalveiðibann matvælaráðherra kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir alla hlutaðeigandi, sérstaklega þegar litið er til fyrri yfirlýsinga ráðherra um að ómögulegt væri að stöðva veiðarnar. Það er óverjandi að kynna slíka ákvörðun daginn áður en veiðar eiga að hefjast. Slík stjórnsýsla er ekki samfélagi okkar sæmandi,” skrifar formaðurinn.

Deila: