Fiskistofa og Landhelgisgæslan efla eftirlit með fiskveiðum

Deila:

Fiskistofustjóri og forstjóri Landhelgisgæslunnar undirrituðu samstarfssamning til 5 ára í starfsstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í gær, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Með samningnum hefur árangursríkt samstarf stofnananna verið formfest og undirstrikar vilja beggja aðila til að efla samstarf sín á milli í tengslum við eftirlit með fiskveiðum.

„Samningnum er meðal annars ætlað að samhæfa viðbrögð, markmið og áherslur í tengslum við fiskveiðieftirlit. Einnig er markmið samningsins að sjá til þess að öflun og miðlun upplýsinga milli stofnana sé markviss og reglubundin og að til staðar séu samhæfðar aðgerðaráætlanir,” segir á vef Fiskistofu.

Deila: