Þingmenn krefjast þess að ráðherra endurskoði hvalveiðibann

Deila:

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks kröfðust þess á fundi á Akranesi í kvöld að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra endurskoðaði ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum.

Óhætt er að segja að um hitafund hafi verið að ræða en það var Verkalýðsfélag Akraness sem boðaði til fundarins í Gamla kaupfélaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, hefur bent á að við ákvörðunina verði fjöldi fólks af miklum tekjum. Hróp voru gerð að ráðherra, sem stóð fyrir máli sínu á fundinum í kvöld.

Ráðherra lagði ákvörðun á að ákvörðunin hafi verið tekin á grundvelli niðurstöðu fagráðs um velferð dýra. Hvalveiðar, eins og þær væru stundaðar, samræmdust ekki þeirri niðustöðu. Það væri ekki skoðun hennar heldur straðreynd.

Deila: