Kallar ráðherra öfgafullan kommúnista

Deila:

Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., fer í Morgunblaðinu hörðum orðum um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og þá ákvörðun að stöðva hvalveiðar. Hann segir að ákvörðunin hafi komið sem þruma úr heiðskýru lofti.

Í blaðinu er haft eftir Kristjáni að ráðherra hafi með þessu endurskilgreint orðin meðalhóf í stjórnsýslu. Voðinn sé vís fyrir atvinnulífið í heild ef þetta fái að standa. Eigandinn kallar Svandísi raunar öfgafullan kommúnista. „Það sem hér er á ferðinni er að öfgafullur kommúnisti stjórnar matvælaráðuneytinu og virðist hata allt nema ríkisrekstur“, segir Kristján við Morgunblaðið.

 

Deila: