Selja fisk í Hong Kong

Deila:

Valdís Fjölnisdóttir keypti Blámar árið 2015 ásamt Pálma Jónssyni en þá hafði hvorugt þeirra reynslu af störfum innan sjávariðnaðarins. Með ferskri sýn á markaðssetningu sjávarfangs bæði á Íslandi og erlendis hefur fyrirtækið vaxið ört og selur nú íslenskan fisk í girnilegum neytendaumbúðum í Hong Kong og áttatíu verslunum IRMA í Danmörku. Valdís er maður vikunnar á kvotinn.is þennan föstudaginn.

 

Hvaðan ertu:

Úr gamla góða vesturbænum í Reykjavík.
Fjölskylduhagir:

Gift Hönnu Magnúsdóttur og eigum fjögur börn

 

Hvar starfar þú núna:

Er annar eigandi hjá Blámar ehf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg:

Það eru rúm 2 ár síðan

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg:

Það er enginn dagur eins og hver dagur eins og nýtt ævintýri í þessum geira. 

En það erfiðasta:

Að hrista upp í mannskapnum og fá fólk til að hugsa út fyrir kassann

 

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum:

Að selja ýsu í raspi í Hong Kong
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn:

Pálmi Jónsson

Hver eru áhugamál þín:

Hlaupa, hjóla, ferðast, drekka rauðvín og borða súkkulaði

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn:

Bleikja í kryddjurtamarineringu

Hvert færir þú í draumfríið:

Thailand alla daga…

 

 

Deila: