Horft til byggðafestu

Deila:

Sjávarútvegsráðherra skipaði þann fyrir nokkru fjóra aðila í starfshóp sem ætlað er að skoða löggjöf og framkvæmd byggðakvótans.  Þar er einkum horft til byggðafestuáhrifa og hvernig hægt er að hámarka nýtingu þess hluta 5,3% sem dregið er frá heildarafla og fer í byggðakvóta.  Þar undir er jafnt almenni byggðakvótinn og sértækur byggðakvóta Byggðastofnunar.

Hópnum er gert að starfshópurinn skili áfangaskýrslu til ráðherra fyrir 1. júní nk. og ljúki störfum fyrir 7. júlí 2017.

Formaður starfshópsins er Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi formaður stjórnar Byggðastofnunar.  Aðrir í hópnum eru: Guðmundur Kristján Jónsson aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Torfi Einarsson sjómaður Flateyri og fulltrúi Eldingar í stjórn LS og Hinrik Greipsson Sjávarútvegsráðuneytinu, sérfræðingur á sviði fiskveiðistjórnunar.

„Byggðakvótinn er mikið hagsmunamál fyrir smábátaeigendur og hefur hann verið margræddur á fundum þeirra og aðalfundi Landssambands smábátaeigenda.  LS leggur áherslu á að allar heimildir til byggðakvóta verði nýttar af dagróðrabátum og honum úthlutað líkt og línuívilnun með veiðum viðkomandi,“ segir um byggðakvótann á heimasíðu LS.

Samþykkt aðalfundar LS þann 14. október 2016:

„Aðalfundur LS skorar á stjórnvöld að breyta fyrirkomulagi byggðakvóta þannig að hann verði nýttur af dagróðrabátum og úthlutað við löndun sem ívilnun á kvóta.“

 

Deila: