Víðtækar makrílrannsóknir

Deila:

Grænu blettirni tákna makrílafla en þeir rauðu síld

 

Færeyska hafrannsóknaskipið Jákup Sverri hefur undanfarnar tvær vikur tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknum á makríl í Norður-Atlantshafi. Makrílafli hefur verið frá 2 kílóum upp í 20 tonn. Mest hefur fengist austur af Íslandi. Lítið hefur fengist af síld.

Veður hefur tálmað rannsóknum nokkuð en skipið hefur þegar tekið 19 togstöðvar. Á hverrið stöð er leitað eftir makríl og síld, en æti og umhverfi hefur einnig verið kannað.

Rannsóknirnar standa yfir frá 30. Júní til 7. Ágúst og nú eru Jákup Sverri, Árni Friðriksson, Vendla og Eros frá Noregi og Ceton frá Danmörku við þær. Öll skipin nota samskonar troll sem er hannað fyrir makrílveiðar.

 

Kortið sýnir leiðarlínur rannsóknaskipanna. Svæði Jákups Sverra er hvítt, Svæði Árna Friðrikssonar er bllátt, svæði Cetan er blágrænt, Eros er á grænu svæði og Vendla á gukur. Rannsókir við Grænland hefjast seinna. 

 

Deila: