Ráðgjöf fyrir rækju

Deila:

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við varúðarsjónarmið, að afli rækju í Arnarfirði fiskveiðiárið 2023/2024 verði ekki meira en 166 tonn og að afli rækju í Ísafjarðardjúpi verði 0 tonn. Þetta kemur fram á vef Hafró. Þar segir að stofnvísitala rækju í Arnarfirði hafi lækkað árið 2023 – hún hafi verið svipuð og á árunum 2018 til 2021. Mikið var af ýsu á svæðinu en árin 2020-2023 voru vísitölur ýsu þær hæstu frá árinu 2011.

Í fréttinni segir að stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi hafi mælst mjög lág. Vísitölur ýsu hafa verið háar frá árinu 2004 og frá árinu 2020 hafa þær verið mjög háar í sögulegu samhengi. Útbreiðslusvæði ýsu hefur stækkað og haustið 2023 fannst ýsa inn eftir öllu Ísafjarðardjúpi.

Hlekkur á ráðgjöf um Arnarfjörð.

Hlekkur á ráðgjöf um Ísafjarðardjúp.

Hlekkur á tækniskýrslu um Arnarfjörð.

Hlekkur á tækniskýrslu um Ísafjarðardjúp.

Hlekkur á ráðgjafarvef

Deila: