Vilja gera fiskimjölið ætt

Deila:

MATÍS rannsakar nú mögulegar vinnsluaðferðir og leiðir til að bragðbæta fiskimjöl en ferskara hráefni og tæknivæðing í fiskimjölverksmiðjum hafa opnað möguleika á að vinna mjöl eða fiskiprótín úr því til manneldis. Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV um málið. 

Fram kemur að Íslendingar flytji út mikið magn af fiskimjöli, úr loðnu, síld og makríl, svo dæmi séu tekin. Fiskur sem ekki þykir lystugt að borða beint sé bræddur í mjöl og lýsi. Fiskurinn fari að stórum hluta til í laxafóður.  „Það hefur í rauninni orðið ákveðin bylting í hráefnisgæðum í uppsjávar veiðum síðustu ár. Menn hafa hugsað miklu betur um aflann. Það er orðin gríðarlega öflug og góð kæling um borð í skipunum og öll meðhöndlun við veiðarnar sjálfar og um borð og við vinnslu er orðin á þann veg að hráefni sem skilar sér inn í fiskimjölsverksmiðjurnar er í rauninni hæft til manneldis,“ er haft eftir Stefáni Þór Eysteinssyni, matvælafræðing og fagstjóra hjá MATÍS.

Nánar hér.

Deila: