Ágætur afli fyrir norðan

Deila:

Skip Fisk Seafood á Sauðarkróki hafa gert það gott að undanförnu. Arnar HU1 landaði 566 tonnum um helgina. Aflinn var blandaður eða um 160 tonn af þorski, 190 af ýs, 163 af ufsa og 177 af karfa. Fram kemur að heildarverðmæti aflans sé um 190 milljónir.

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar í morgun. Um borð voru 123 tonn, uppistaðan þorskur. Drangey var m.a. á veiðum á Sléttugrunni.

Loks kom Sigurborg SH12 til hafnar á Grundarfirði með 68 tonn, mest ýsa, þorskur og steinbítur. Sigurborg var m.a. á veiðum á Nesdýpi og Grunnkanti að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.

Deila: