Rafnar kaupir Rafnar-Hellas

Deila:

Haf­tæknifyr­ir­tækið Rafn­ar ehf. hef­ur keypt meiri­hluta í gríska skipa­smíðafé­lag­inu Rafn­ar-Hellas. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu fraá fyrirtækinu. Þar segir að Rafnar á Íslandi hafi unnið með Rafnar-Hellas frá árinu 2019. Fyrirtækið hafi smíðað flesta báta í heiminum samkvæmt hönnun Rafnar.

Fram kemur að félagið hafi einbeitt sér að smíði 11 metra langra báta sem byggja á einkaleyfisvarðri hönnun Össurar Kristinssonar, stofnanda Össrar, að undanförnu. Stefnt sé að því að setja á markað nýjar stærðir af bátum.

Fram kemur að með kaup­un­um styrk­ist alþjóðlegt tækni-, þjón­ustu- og fram­leiðslu­teymi Rafn­ar veru­lega. Stefnt sé að því að auka fram­leiðslu­getu Rafn­ar-Hellas strax á næsta ári. Framleiðslugetan sé nú um 25 bátar á ári.

„Gríska fé­lagið hef­ur fyrst og fremst verið að fram­leiða báta fyr­ir viðskipta­vini Rafn­ar við Miðjarðar­hafið, en hóf ný­verið að fram­leiða báta fyr­ir Banda­ríkja­markað, ásamt því að fram­leiða ómönnuð sjóför í sam­starfi við stórt er­lent tæknifyr­ir­tæki, m.a. fyr­ir viðskipta­vin í Asíu.“

Deila: