Engin viðbót við strandveiðar

Deila:

Mat­vælaráðuneytið hef­ur hafnað beiðni Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda um að bæta 4 þúsund tonnum af þorkskvóta við strandveiðipottinn. Landssamband smá­báta­eig­enda sendi Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra er­indi þess efnis þann 25. júní síðastliðinn.

LS fór þess á leit að ráðherra myndi koma í veg fyrir stöðvun veiðanna í annarri viku júlímánaðar með því að hækka aflaviðmiðið og tryggja um leið jafnræði á milli landshluta.

Í svari ráðuneyt­is seg­ir að öll­um veiðiheim­ild­um fyr­ir fisk­veiðiárið hafi þegar verið ráðstafað, einnig með til­liti til strand­veiða. Ráðuneytið hafi ekki laga­heim­ild til þess að fall­ast á er­indi sam­bands­ins.

Deila: