„Þetta álit er mikið fagnaðarefni“

Deila:

„Þetta álit er mikið fagnaðarefni fyrir okkur og staðfestir mat okkar sérfræðinga á umhverfisáhrifum.  Það er því full ástæða til bjartsýni og við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“ Þetta er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra First Water, áður Landeldis, í tilkynningu.

Í tilkynningu segir að Skipulagsstofnun hafi í áliti staðfest umhverfisskýrslu First Water er varðar uppbyggingu sjálbærs landeldis á landi í Þorlákshöfn um að auka framleiðslu félagsins í 28 þúsund tonn í fjórum fösum. Fram kemur að álitið sé mikilvægt skref í átt að uppbyggingu laxeldis í Þorlákshöfn. Félagið muni áfram sem hingað til leggja áherslu á lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrga nýtingu auðlinda með sjálfbærni að leiðarljósi.

Deila: