Hornafjörður besta löndunarhöfnin á strandveiðum

Deila:

Hornafjörður er gjöfulasta strandveiðihöfn landsins á yfirstandandi vertíð. Þetta má lesa úr upplýsingum á gagnasíðum Fiskistofu. Meðalafli á veiðiferð á Hornafirði er 1.173 kíló. Þess má geta að stór hluti aflans er ufsi. Næsta höfn á listanum er Þorlákshöfn en þar er svipaða sögu að segja. Nokkrir bátar á D-svæði hafa gert afar góða ufsaveiði.

Listann má sjá hér að neðan. Þess má hins vegar geta að hafnirnar á A-svæði; Snæfellsnes og Vestfirðir, skara fram úr öðrum þegar kemur að meðalþorskveiði á löndun. Meðalþorskveiði pr. löndun á A-svæði er 708 kg. Á B-svæði er talan 647 kg og á C-svæði 642 kg. Restina rekur D-svæði með 585 kg.

Deila: