Rússar heimsækja Færeyinga

Deila:

Ilya Shestakov, aðstoðarlandbúnaðarráðherra og ráðherra sjávarútvegsmála í Rússlandi og frú Regina G. Shestakova eru í opinberri heimsókn í Færeyjum þessa vikuna. Gestgjafar þeirra eru Högni Hoydal, sjávarútvegsráðherra, og frú Hildur Hermansen.

„Síðdegis í dag verður farið út í Mikines og í Lamba og Mikineshólm til að njóta hinnar fögru færeysku náttúru,“ segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu í Færeyjum. Á morgun mun Shestakov funda með Poul Michelsen, ráðherra utanríkis- og atvinnumála, Högna Hoydal, sjávarútvegsráðherra og Aksel Vilhelmson, formanni færeysku landstjórnarinnar.

Sameiginlegur blaðamannafundur verður síðan haldinn í hádeginu á morgun, en þeim degi lýkur með kvöldverði í Kirkjubæ.

Á miðvikudag heimsækja rússnesku gestirnir ýmis fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi svo sem Hiddenfjord, JFK, Havsbrun, Pelagos og Bakkafrost. Síðdegis er svo boðið til kvöldverðar.

Rússneska sendinefndin telur samtals 17 manns og heldur hún frá Færeyjum á fimmtudag.

Færeyingar njóta þess að standa utan við refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum og geta því flutt út til Rússalands fiskafurðir sína eins og makríl og síld. Það geta Íslendingar ekki þar sem þeir styðja aðgerðirnar.

Deila: