Skip sem ekki hafa uppfyllt veiðiskyldu

Deila:

Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um skip sem ekki hafa sinnt veiðiskyldu og sent viðkomandi útgerðum póst þess efnis. Skip sem fá úthutað aflamark er skylt að veiða amk 50% af úthlutuðu aflamarki annars falla aflahlutdeildir skipsins niður. Hægt er að fá undanþágu frá veiðiskyldunni ef skip tefst frá veiðum í amk. 4 mánuði vegna tjóns eða meiriháttar bilana.

Þeir aðilar sem eiga skip sem ekki hafa uppfyllt veiðiskyldu hafa fengið tilkynningu þess efnis sent inn á pósthólf viðkomandi á island.is. Alls fengu 159 aðilar tilkynningu um að ekki væri búið að uppfylla veiðiskylduna.

Upplýsingar um veiðiskyldu skipa eru fundnar með því að fletta upp skipi í gegnum hnappinn skipaleit á vefsíðu Fiskistofu eða á gagnasíðum. Staða veiðiskyldu fyrir skipið sést þegar ýtt er á hnappinn aflamark.

Deila: