Starfsmenn Hvals halda vinnunni

Deila:

Engum starfsmanni Hvals hf. sem ráðinn var til fyrirtækisins fyrir hvalveiðivertíðina sem átti að standa yfir í sumar, hefur verið sagt upp störfum. Ráðherra bannaði sem kunnugt er hvalveiðar út ágústmánuð. MBL greinir frá þessu.

Þar segir að þetta eigi bæði við um starfsmenn í landi og áhafnir hvalbátanna, sem liggi nú bundnir við bryggju í Reykjavík. Þetta munu vera á annað hundrað starfsmenn. „Það hef­ur eng­um verið sagt upp vegna hval­veiðibanns­ins. Þeir sem voru byrjaðir eða rétt ókomn­ir eru all­ir við störf hjá okk­ur og við erum að gera okk­ur klára til að byrja veiðarn­ar þann 1. sept­em­ber,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra og eiganda Hvals.

Deila: