Hvalveiðar óarðbærar og hafa neikvæð áhrif á ímynd

Deila:

Niðurstaða skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Intellecon hefur skilað til matvælaráðuneytisins um efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi er á þá leið að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ímynd Íslands og gangi í berhögg við þá mynd sem leitast hefur verið við að byggja upp af Íslandi.

Ráðgjafafyrirtækið Intellecon hefur skilað inn skýrslu til matvælaráðuneytisins um efnahagsleg áhrifa hvalveiða í Íslandi. Bein efnahagsleg áhrif eru ekki mikil í þjóðhagslegu samhengi og ekki fæst séð að hvalveiðar hafi verið arðbær atvinnugrein á síðustu árum. Oftast hefur verið tap á veiðunum, þau ár sem þær hafa verið stundaðar. Milljónir eru hins vegar í húfi fyrir starfsmenn í greininni.

Fram kemur í skýrslunni að þrátt fyrir mikla andstöðu við hvalveiðar Íslendinga hafi sú andstaða ekki efnahagsleg áhrif á Íslandi.

Skýrslan skiptist í þrjá kafla. Einn er um bein áhrif hvalveiða á íslenskt efnahagslíf, annar um markaði fyrir hvalaafurðir og áhrif veiðanna á ferðaþjónustu og sá þriðji um útflutningsmöguleika Íslands.

Frá skýrslunni er greint á vef Stjórnarráðsins.

Deila: