Fluttu þunga rafgeyma yfir í Málmey

Deila:

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti rafgeyma í vitann í Málmey í Skagafirði á fimmtudag. Fram kemur á vef gæslunnar að nauðsynlegt hafi verið að fá þyrlu því geymanir voru 270 kíló hvor. Þeim var lyft af varðskipinu Freyju. Ónýtir rafgeymar voru fluttir sömu leið til baka. Við þetta tækifæri fór einnig fram hefðbundið eftirlit á ljósbúnaði vitans, að því er fram kemur í fréttinni. Þar segir að í föstudag hafi svo verið farið í vitann í Háey og til standi að fara í vitana í Hrollaugseyjum og Melrakkanesi.

Fram kemur í fréttinni að gæslan fari árlega í sérstaka vitatúra þar sem unnið sé að viðhaldi á vitum víða um land í samstarfi við Vegagerðina. Áratugum saman hafi  varðskip siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki sé hægt að komast í frá landi.

Deila: