Marel veitir verðlaun fyrir nýsköpun og hönnun

Deila:

Marel veitti á dögunum verðlaun við skólaslit Hofstaðaskóla þar sem nemendur í 5. og 6. bekk höfðu tekið þátt í verkefni tengdu nýsköpun og hönnun.

marel_hofstadaskoliNemendur í 5. bekk skólans spreyttu sig á verkefni þar sem þau lögðu fram hugmynd að nýrri vöru og útskýrðu notagildi hennar í máli og myndum. Þá fengu krakkarnir í 6. bekk það verkefni að hanna nothæfan lampa þar sem einu efnin sem máttu nota voru 20 ljósa jólasería, ásamt öðru tilfallandi sem þurfti að endurnýta í lampann.

Kristófer Kristófersson, markaðssérfræðingur veitti verðlaunin fyrir hönd Marel. Þau sem voru í þremur efstu sætunum í hvorum flokki fengu verðlaunagrip og go-pro myndavél. Þá voru einnig veitt sérstök aukaverðlaun fyrir prúðmennsku sem og „Hönnuð Hofstaðaskóla“.

Sædís Sigurðardóttir hefur haldið utan um framkvæmd verkefnisins og hefur Marel stutt við bakið á keppninni undanfarin ár í formi verðlauna. Við óskum nemendum til hamingju með árangurinn og hvetjum til enn frekari stuðnings við nýsköpunar- og hönnunartengdar greinar í skólum landsins.

 

Deila: