Curio hlýtur nýsköpunarverðlaun Íslands

Deila:

Curio hlaut Nýsköp­un­ar­verð­laun Íslands árið 2019 en Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir nýsköp­un­ar­ráð­herra afhenti verð­launin á Nýsköp­un­ar­þingi í gær. Stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Curio er Elliði Hreins­son, en félagið er með 49 starfs­menn í dag, þar af 42 á starfs­stöðvum í Hafn­ar­firði og á Húsa­vík samkvæmt frétt á kjarninn.is

Curio er nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem vinnur að þróun fisk­vinnslu­véla sem auka nýt­ingu og skila betri afurð í vinnslu á bol­fiski í afhausun, flökun og roð­flett­ingu, ásamt því að hafa örygg­is­mál og þrif að leið­ar­ljósi.

Félagið selur 85 pró­sent af vélum sínum á erlendan markað og þá helst í Nor­egi, Bret­landi, Banda­ríkj­un­um, Frakk­landi og Pól­land­i.

Þró­un­ar­starf félags­ins hefur skilað sér í nýjum og áhuga­verðum vinnslu­vél­um, sem hafa skilað félag­inu mik­illi veltu­aukn­ingu á und­an­förnum árum. Síð­ari ár hefur félagið lagt sífellt meiri áherslu á þró­un­ar­starf og eru starfs­menn félags­ins að vinna að þróun á nýrri véla­línu fyrir lax og bleikju. Próf­anir eru þegar hafnar og lofa mjög góðu.

Fyrstu vélar undir vöru­merk­inu Curio voru fram­leiddar af Gull­molar ehf. árið 2007 og var fyr­ir­tækið Curio ehf. stofn­að árið 2013 og tók yfir þróun og fram­leiðslu vél­anna.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar segir að Curio hafi leitt öfl­ugt þró­un­ar­starf sem snýr að vinnslu sjáv­ar­af­urða. „Fé­lagið var framan af ekki áber­andi í nýsköp­un­ar­sam­fé­lag­inu en þró­un­ar­starf félags­ins hefur vaxið jafnt og þétt und­an­farin ár. Félagið hlaut m.a. árið 2018 tveggja milljón evra styrk í nýsköp­un­ar­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins innan Horizon 2020 og styrk frá Tækni­þró­un­ar­sjóði vorið 2019 fyrir nýrri tölvu­stýrðri klumbru­skurð­ar­vél. Það er mat dóm­nefndar að Curio hafi þróað fram­úr­skar­andi afurðir og leggi mikla áherslu á áfram­hald­andi þróun véla sem hafi alla burði til að ná árangri á mark­aði á næstu árum og sé vel að verð­laun­unum kom­ið,“ segir í rök­stuðn­ingi.

Nýsköp­un­ar­verð­laun Íslands eru veitt af Rannís, Íslands­stofu, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins, til fyr­ir­tækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjón­ustu, sem byggð er á rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­starfi og náð hefur árangri á mark­aði.

„Til­gangur verð­laun­anna er að vekja athygli á þeim mik­il­vægu tengslum sem eru á milli rann­sókna og þekk­ingaröfl­unar og auk­innar verð­mæta­sköp­unar í atvinnu­líf­inu. Verð­launa­grip­ur­inn er stytta af frjó­sem­is­goð­inu Frey eftir Hall­stein Sig­urðs­son mynd­höggv­ara. Við val á verð­launa­hafa er litið til þess hvort um er að ræða sprota­fyr­ir­tæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hug­mynd og hafi þekk­ingu og reynslu til að sinna fram­úr­skar­andi þró­un­ar­starfi. Þá er lagt mat á virð­is­auka afurða og hvort fyr­ir­tækið hafi náð árangri á mark­aði. Metið er hvort líkur séu á að fyr­ir­tækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköp­unar sé til eft­ir­breytni. Að lokum er metið hvort fyr­ir­tækið sé hvatn­ing fyrir aðra að feta sömu slóð,“ segir í til­kynn­ingu.

Meðfylgjandi mynd er frá sýningarbás Curio á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll í september.  Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: