Ráðherra: Veiðarnar náðu ekki markmiðum um velferð dýra

Deila:

Í svörum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við bréfi umboðsmanns Alþingis, þar sem óskað er eftir svörum við spurningum vegna ákvörðunar ráðherra um bann við hvalveiðum kemur fram það sjónarmið ráðherrans að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. Vísir greinir frá þessu.

Í svarbréfinu kemur fram að veiðum á langreyðum hafi verið frestað til að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búi meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Veiðarnar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra.

„Frestun á upp­hafi veiði­tíma­bilsins er bráða­birgða­ráð­stöfun sem ætlaður er skammur gildis­tími til að bregðast við þeim al­menna vanda sem upp var kominn varðandi dýra­vel­ferð við hval­veiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framan­greindum mark­miðum með öðru og vægara móti en með frestun upp­hafs veiði­tíma­bils, sem byggir á skýrum laga­legum grund­velli,“ segir meðal annars í saman­tekt á svörum ráðu­neytisins, sem birt eru í frétt Vísis.

Deila: