Strandveiðar geti fyllt upp í gat

Deila:

Fjallað var um kvótakerfið í umræðuþætti á Rauða borði Samstöðvarinnar sem birtur var á vefnum í gær. Þar ræddu Arthur Bogason, frá Landssambandi smábátaeigenda, Arnar Atlason, frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, og Kjartan Páll Sveinsson frá Strandveiðifélagi Íslands um stöðu mála.

Í þættinum var rætt um matvælaráðherra þær tillögur Auðlindarinnar okkar, sem kynntar voru á dögunum. Sitt sýnist hverjum um þær. Arthur Bogason sagði meðal annars í þættinum að ferlið og niðurstöðurnar hafi verið fyrirsjáanlegar frá upphafi.

Eins og gefur að skilja voru strandveiðar ræddar í þaula. Arnar Atlason sagði meðal annars í þættinum, þegar þær veiðar voru til umræðu um að hann bæri væntingar um að strandveiðar yrðu auknar. Þær fylltu upp í ákveðið gat á þeim árstíma þar sem vöntun væri á gæðafiski.

Þáttinn má hlusta á hér.

Deila: