Hafró leitar að sérfræðingi vegna sjókvíaeldis

Deila:

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir sérfræðingi til þess að starfa við fjölbreytt verkefni tengdum umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Umræða um sjókvíaeldi hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu daga vegna slysasleppingar hjá Arctic Fish í Patreksfirði. Á annað hundrað eldislaxar hafa nú veiðst í ám á Vestur- og Norðurlandi.

Skemmst er að minnast þess að gert er ráð fyr­ir 126 millj­ón­um króna á fjár­lög­um næsta árs til að auka eft­ir­lit Mat­væla­stofn­un­ar með sjókvía­eldi og tryggja full­nægj­andi eft­ir­lit með skrán­ing­um og innra eft­ir­liti sjókvía­eld­is­fyr­ir­tækja. Fram hefur komið að framlögin muni hækka á komandi árum.

Starfið sem Hafró auglýsir felur í sér rannsóknir og vöktun á lífríki og vistkerfum fjarða ásamt úrvinnslu gagna, túlkun þeirra og miðlun. Starfsstöð getur verið í Hafnarfirði, á Ísafirði eða Neskaupstað.

Ásamt því að vakta umhverfisáhrif sjókvíaeldis á firði metur Hafrannsóknastofnun burðarþol fjarða og gefur álit í tengslum við leyfisveitingar í sjókvíaeldi. Þessi verkefni og önnur sem stofnunin sinnir tengjast og er gert ráð fyrir að nýr sérfræðingur geti tekið þátt í þeirri þverfaglegu teymisvinnu sem á sér stað innan stofnunarinnar.

Umsóknarfrestur er til og með 02.10.2023.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Úrvinnsla gagna og miðlun niðurstaðna í ræðu og riti.
  • Þátttaka í rannsóknaleiðöngrum og annarri sýnatöku.
  • Aðkoma að skipulagningu rannsókna.

Hæfniskröfur

  • Framhaldsmenntun í líffræði eða skyldum greinum er kostur.
  • Hæfni í gagnaúrvinnslu og notkun tölfræðiforrita (R eða sambærilegt).
  • Þekking og reynsla við að vinna með landupplýsingakerfi er kostur.
  • Metnaður, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og lausnamiðuð nálgun.
  • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og skilmerkilegan hátt.
  • Skilyrði að geta tjáð sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Tök á norðurlandamáli er kostur.

Nánar um starfið og umsóknarferlið má finna á vefnum okkar.
Hægt er að sækja um starfið í gegnum Starfatorg til og með 2. október 2023.

Deila: