Aukning milli ára í skipakomum og stærð skipa

Deila:

Faxaflóahafnir sf. hafa gert það að vana sínum að halda utan um yfirlit um skipakomur, tegundir skipa og stærð þeirra. Á árinu 2017 komu samtals 1.516 skip og ef litið er til ársins 2016 þá er aukning um samtals 14 skip á milli ára. Mest var aukningin á árinu 2017 í komu flutningaskipa eða um rúmlega 19%. Næst mest var aukningin á skipakomum skemmtiferðaskipa eða tæp 18%. Um 12% aukning var á skipakomum annarra skipa ( (þ.e. skútur, snekkjur og skip sem flokkast ekki undir neðangreindar tegundir) og 3% aukning varð á tankskipum. Hins vegar fækkaði á árinu fiskiskipum um 22 % og rannsóknar- og varðskipum fækkaði um 8 %.

„Ef við skoðum hins vegar nánar samtals brúttótonnatölu skipa sem koma til Faxaflóahafna, þá er sjáanlegur munur milli ára. Á árinu 2016 komu skip að stærð 9.316.021 brúttótonn til hafna Faxaflóahafna. Hins vegar varð aukning á árinu 2017, en þá var heildarstærðin kominn upp í 11.218.860 brúttótonn,“ segir á heimasíðu Faxaflóahafna.

Hér að neðan má sjá þróunina á skipakomum frá árinu 2010 til 2017:

Faxaflóahafnir Skipakomur-1024x465

 

 

Deila: