Tugir strokulaxa í greiningu

Deila:

Yfir 60 sýni af meintum strokulöxum eru komin í erfðagreiningu, að því er fram kemur á vef Hafró. Áður hefur stofnunin staðfest eldisuppruna 27 laxa með útlits og erfðagreiningum.

Fram kemur að yfir 60 mögulegir strokulaxar hafi borist Hafrannsóknastofnun til greiningar frá veiðimönnum og Fiskistofu frá síðustu niðurstöðum. Yfir 20 laxar hafa borist til Hafrannsóknastofnunar, í fyrradag og í gær.

Öllum sýnum hefur verið komið í erfðagreiningar hjá Matís utan eins sýnis sem barst útibúi Hafrannsóknastofnunar á Akureyri úr meintum eldislaxi úr Fnjóská.

Áfram er hægt að skila inn mögulegum strokulöxum til Hafrannsóknastofnunar eða Fiskistofu. Þetta er gert til að fá sem besta mynd af umfangi eldislaxa í ám og dreifingu þeirra.

Meðfylgjandi mynd sýnir hvar staðfestir eða mögulegir strokulaxar hafa veiðst og stöðu greininga þeirra.

Deila: