Eldur í rækjuvinnslu í Grundarfirði

Deila:

Talsvert tjón varð í Grundarfirði í gær þegar eldur kviknaði í ketilkofa við rækjuvinnslu FISK.

Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út upp úr klukkan fjögur. Þá var kominn upp eldur í skúrnum en í honum stendur olíukynntur hitaketill sem hætta stafaði af. Mikill hiti myndaðist og sömuleiðis mikill þrýstingur á ketilinn sem skapaði hættu samkvæmt frétt á ruv.is

Slökkvistarfið gekk ágætlega og um klukkan sex var búið að slökkva eldinn. Slökkviliðið stóð síðan vakt á staðnum meðan ketillinn kólnaði. Ljóst er að tjónið er talsvert en skúrinn er ónýtur en ekki er vitað hvort ketillinn sjálfur er skemmdur. Þó er ljóst að rækjuvinnsla liggur niðri, að minnsta kosti þar til rannsókn á eldsupptökum hefur farið fram og jafnvel lengur ef skemmdir eru mjög miklar.

 

Deila: