Áhöfnin fær þakklætiskveðjur

Deila:

Áhöfn Bjarna Sæmundssonar fær hlýjar kveðjur frá Hafrannsóknastofnun, en eins og kunnugt er strandaði skipið við Tálknafjörð 21. september síðastliðinn. Í kveðju, sem birt er á heimasíðu Hafró, kemur fram að áhöfnin hafi sýnt fumlaus og fagleg vinnubrögð í þeim aðstæðum sem sköpuðust.

„Margir komu að því að aðstoða fólkið okkar og bjarga skipinu af strandstað. Við erum afar þakklát öllum þeim viðbragðsaðilunum sem tóku þátt í björguninni og að engin slys urðu á fólki.”

Sérstakir þakkir, frá skipstjóra, áhöfn og rannsóknarfólki Hafrannsóknastofnunar, fá eftirtaldir aðilar:

  • Aðgerðastjórn Landhelgisgæslunnar
  • Skipstjóri og áhöfn björgunarskipsins Varðar
  • Skipstjóri og áhöfn Fosnafjord
  • Skipstjóri og áhöfn Fosnakongen
  • Skipstjóri Njarðar og björgunarsveit frá Tálkna
  • Hafnarstjóri Tálknafjarðar
  • Rauði krossinn í Vestur-Barðastrandarsýslu
  • Starfsfólk sveitafélags Tálknafjarðar

Fram kemur að svo heppilega hafi viljað til að skipið hafi komist í slipp í Reykjavík mánudaginn 25. september til viðgerða. Verkinu miði vel, vinna við viðgerðir er hafin og útvegun varahluta er lokið. „Gert er ráð fyrir að skipið verði komið aftur í rekstur í næstu viku. Þá halda verkefni ársins áfram og þau kláruð samkvæmt settri rannsóknaáætlun. Hafrannsóknastofnun var tryggð fyrir þessu tjóni.”

Deila: