Fá að reisa 2.700 tonna seiðaeldi á Kópaskeri

Deila:

Mat­væla­stofn­un hef­ur unnið til­lögu að rekstr­ar­leyfi fyr­ir Ri­fós hf. vegna seiðaeldi á landi á Rönd­inni á Kópa­skeri. Um er að ræða nýtt rekstr­ar­leyfi fyr­ir 2.700 tonna há­marks­líf­massa. Um er að ræða laxaseiði fyrir frjóan laxastofn.

Á vef Mat­væla­stofn­un­ar kemur fram að fram­kvæmd fyr­ir­tæk­is­ins hafi farið í gegn­um mat á um­hverf­isáhrif­um í sam­ræmi við lög um mat á um­hverf­isáhrif­um. Seiðin verða framleidd í stöðinni fyrir sjókvíaeldi á Austfjörðum.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 6. nóvember 2023.

 

Deila: