Smábátar öflugir á humarveiðum

Deila:

Smábátar hafa haslað sér völl í veiðum á humri í Noregi. Hlutfall veiða með gildrum á móti toveiðum hefur snúist við á síðustu 15 árum og hefur hækkað úr 20% í 85%. Frá þessu er greint á vef Landssambands smábátaeigenda. Þar segir ennfremur að báturinn Bajas, sem er Cleopatra 33, smíðaður er í Trefjum í Hafnarfirði, sé langaflahæsti báturinn. Hann hefur veitt meira en 30 tonn af humri. Til samanburðar er aflahæsti togarinn með 18 tonn.

„Bajas er meðal 74 annarra smábáta sem landað hafa meira en einu tonni af humri á árinu. Greinilegt að humarveiðar eiga framtíð fyrir sér hjá smábátum í Noregi.  Eftirspurn er fyrir hendi og verð gott, enda öllum afla frá þeim landað lifandi.”
Deila: