Aflaverðmætið 18,5 milljarðar í ágúst

Deila:

Aflaverðmæti landaðs afla í ágúst var rúmir 18,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Verðmætið er 8% meiri en í sama mánuði í fyrra.

Fram kemur að makríllinn hafi skilað mestum verðmætum, eða 6,6 milljörðum króna. Þar á eftir var þorskur með 4,5 milljarða. Ufsinn var 1,5 milljarða virði og ýsa 1,4 milljarðar.

Aflaverðmæti nýliðins fiskveiðiárs var um 200 milljarðar króna. Það er 6% aukning frá fyrra ári.

Á meðfylgjandi mynd má sjá stangveiðimann veiða makríl í Keflavík.

Deila: