Samningur um rekstur Breiðafjarðarferju

Deila:
Sæferðir hafa skrifað undir samning við Vegagerðina um rekstur nýrrar Breiðafjarðarferju frá 1. nóvember og gildir sá samningur út árið 2024. Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar.
Ferjan, sem hefur fengið nafnið Baldur eins og forveri sinn, hefur verið í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði undanfarnar vikur og er áætlað að hægt verði að hefja áætlunarsiglingar að nýju um miðjan nóvember. Fram að þeim tíma mun farþegabáturinn Særún sigla í Flatey þrisvar í viku.

„Við erum ánægð að gera þetta samkomulag við Vegagerðina. Þjónustan á svæðinu eflist með nýrri og öruggari ferju sem er meðal annars búin tveimur vélum. Við sjáum fram á áreiðanlegri siglingar ásamt því að þjónusta við farþega og viðskiptavini eflist til muna. Þá er einnig gott að geta eytt óvissu um framtíð rekstursins fyrir alla hlutaðeigandi,“ er haft eftir Jóhönnu Ósk Halldórsdóttur, framkvæmdastjóri Sæferða:

Deila: