Gullver með tæplega 100 tonn

Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar á sunnudagskvöld með 95 tonn, mest þorsk og ýsu. Frá þessu greinir á vef Síldarvinnslunnar.

Rætt er við Þórhall Jónsson skipstjóra í fréttinni. Hann segir að þeir hafi mest verið að veiðum frá Breiðdalsgrunni norður á Gletting. „Það var kaldi fyrst eftir að við komum út en síðan var þarna hið þokkalegasta veður. Það hefur fiskast ágætlega á þessum slóðum að undanförnu og þarna hefur fiskurinn legið í síld. Það virðist vera talsvert um síld þarna og mér finnst meira um hana en oft áður á þessum árstíma,“ er haft eftir Þórhalli.

Deila: