Hnakkaþon haldið í þriðja sinn

Deila:

Hnakkaþon Há­skól­ans í Reykja­vík (HR) og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hófst í gær og er nú haldið í þriðja sinn. Í Hnakkaþoni reyna nem­end­ur HR með sér í lausn verk­efna sem tengj­ast ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi.

Að þessu sinni munu nem­end­ur vinna að verk­efni með Vísi í Grinda­vík, Mar­el og prent­smiðjunni Odda.

Sig­urliðinu boðið á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­una í Bost­on

Úrslit­in verða kynnt á morgun kl. 16:00. Það er til mik­ils að vinna því Icelanda­ir Group og sendi­ráð Banda­ríkj­anna á Íslandi bjóða sig­urliðinu á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­una Sea­food Expo North America, í Bost­on í mars.

Keppn­in hófst í gær kl. 13:00. Þá fengu liðin ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um verk­efnið og hittu sér­fræðinga úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um og tengdum greinum til skrafs og ráðagerða.

Á morgun kl. 14-15:00 kynna liðin niður­stöður sín­ar og til­lög­ur að lausn­um fyr­ir dóm­nefnd. Verðlauna­af­hend­ing fyr­ir bestu lausn­ina fer fram kl. 16:00.

Ein­valalið sér­fræðinga skip­ar dóm­nefnd Hnakkaþons­ins 2017:

Ari Krist­inn Jóns­son, rektor HR

Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands

Bjarni Guðjóns­son, sölu­stjóri sjáv­ar­út­vegs hjá Odda

Erla Ósk Pét­urs­dótt­ir, gæða- og þró­un­ar­stjóri Vís­is

Gylfi Sig­fús­son, for­stjóri Eim­skips

Gunn­ar Már Sig­urfinns­son, fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir Cargo

Hall­ur Þór Sig­urðar­son, aðjúnkt við viðskipta­deild HR

Hrefna Sig­ríður Briem, for­stöðumaður B.Sc.-náms við viðskipta- og hag­fræðideild HR

Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, sam­skipta­stjóri SFS

Pálmi Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Blám­ar

Margþætt at­vinnu­grein í sí­felldri þróun

Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er margþætt at­vinnu­grein sem kall­ar á mikla þekk­ingu og sér­hæft starfs­fólk. Meðal viðfangs­efna hans eru fisk­veiðar, mat­væla­vinnsla, markaðssetn­ing, ný­sköp­un og tækniþróun, flutn­ing­ar, rann­sókn­ir, um­hverf­is­mál og margt fleira.

Mark­miðið með Hnakkaþon­inu er að kynna þau ótal­mörgu tæki­færi til ný­sköp­un­ar og fjöl­breyttu störf sem ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur býður upp á og kalla fram nýj­ar og frísk­ar hug­mynd­ir frá nem­end­um HR. Þá er eitt af meg­in­mark­miðum Hnakkaþons­ins að minna nem­end­ur á að arðbærni og góð um­gengni um nátt­úr­una verða að fara sam­an ef at­vinnu­starf­semi á að vera sjálf­bær.

Hnakkaþonið er einnig liður í áherslu Há­skól­ans í Reykja­vík á raun­hæf verk­efni í námi, í sam­vinnu við ís­lenskt at­vinnu­líf, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu skól­ans um verk­efnið.

Á myndinni er sigurlið síðasta árs í heimsókn hjá Þorbirni hf. í Grindavík.

 

Deila: